Lars Lagerbäck: Malouda og Ribery réðu úrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 22:15 Mynd / Vilhelm „Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld. „Strákarnir sýndu frábært viðhorf í leiknum og ég er mjög stoltur af þeim að því leyti," sagði Lagerbäck sem hafði einfalt svar á höndum er hann var spurður hvort hann hefði trúað sínum eigin augum þegar gengið var til hálfleiks og staðan 2-0 Íslandi í vil. „Já auðvitað. Ég sá þetta með berum augum," sagði Lagerbäck léttur sem var ánægður með sína menn í fyrri hálfleik þótt þeir hefðu, að hans mati, mátt halda boltanum betur innan liðsins. Landsliðsþjálfarinn sagði að skiptingar Frakka í síðari hálfleik, þar sem Florent Malouda og Frank Ribery komu meðal annars inná, hefðu haft mikil áhrif á gang leiksins. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum," sagði Lagerbäck sem tók fram að úrslitin væru sanngjörn. „Þeir voru betri en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Við þvinguðum þá til þess að taka skot af löngu færi og flest þeirra komumst við fyrir með frábærum varnarleik."Andstæðingar okkar í undankeppninni ekki jafnsterkir og Frakkar Lagerbäck segir stíganda vera í leik íslenska liðsins og minnir á að íslenska liðið í kvöld hafi verið afar ungt og reynslumikla leikmenn vantað í liðið. „Sjö leikmenn úr U21 liðinu í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu. Með tímanum eigum við að geta bætt okkur ennfrekar. Andstæðingar okkar í undankeppninni, með fullri virðingu fyrir þeim, eru ekki jafnsterkir og Frakkland," sagði Lagerbäck en Ísland hefur leik í undankeppni HM 2014 í haust. Andstæðingar Íslands í undankeppninni heimsmeistaramótsins 2014 verða Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur en keppni í riðlinum hefst í haust. Íslenska liðið virkaði afar þreytt undir lok leiksins og í sigurmarki Frakka var miðvörðurinn Adil Rami á auðum sjó í teignum. Það var skrýtin sjón því Íslendingarnir höfðu ekki hleypt Frökkum í opin skotfæri í teignum þar til þá. „Hluta má skrifa á þreytu í okkar liði en við megum ekki horfa framhjá hve vel þeir framkvæmdu sóknina. Þeir eru frábært lið með marga leikmenn sem spiluðu í Meistaradeildinni, meðal annars í úrslitaleiknum, svo við megum ekki gleyma hve góðir þeir eru," sagði Lagerbäck.Vildi ekki taka neina áhættu með Kolbein Kolbeinn Sigþórsson, sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik hjá Íslandi, var skipt af velli í hálfleik. Töluverð gæði fóru úr leik Íslands með þeirri skiptingu en skammt er síðan Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli. „Kolbeinn er ekki orðinn klár í 90 mínútur. Ég vil nota hann gegn Svíum. Við ræddum eftir leikinn að kannski hefði verið skynsamlegt að láta hann spila aðeins lengur. Við ákváðum fyrir leikinn að taka ákvörðun í hálfleik miðað við ástandið á honum þá. Hann var þreyttur og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann," sagði Lagerbäck sem segir markmið æfingaleiksins gegn Svíþjóð á miðvikudag hið sama og alltaf. „Við erum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við lítum á gæði einstaklinga í franska liðinu er um að ræða eitt besta lið í Evrópu. Við getum verið stolt af leikmönnum þrátt fyrir tapið. Við reynum alltaf að vinna og munum reyna það í Svíþjóð," sagði Svíinn. Fótbolti Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
„Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld. „Strákarnir sýndu frábært viðhorf í leiknum og ég er mjög stoltur af þeim að því leyti," sagði Lagerbäck sem hafði einfalt svar á höndum er hann var spurður hvort hann hefði trúað sínum eigin augum þegar gengið var til hálfleiks og staðan 2-0 Íslandi í vil. „Já auðvitað. Ég sá þetta með berum augum," sagði Lagerbäck léttur sem var ánægður með sína menn í fyrri hálfleik þótt þeir hefðu, að hans mati, mátt halda boltanum betur innan liðsins. Landsliðsþjálfarinn sagði að skiptingar Frakka í síðari hálfleik, þar sem Florent Malouda og Frank Ribery komu meðal annars inná, hefðu haft mikil áhrif á gang leiksins. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum," sagði Lagerbäck sem tók fram að úrslitin væru sanngjörn. „Þeir voru betri en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Við þvinguðum þá til þess að taka skot af löngu færi og flest þeirra komumst við fyrir með frábærum varnarleik."Andstæðingar okkar í undankeppninni ekki jafnsterkir og Frakkar Lagerbäck segir stíganda vera í leik íslenska liðsins og minnir á að íslenska liðið í kvöld hafi verið afar ungt og reynslumikla leikmenn vantað í liðið. „Sjö leikmenn úr U21 liðinu í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu. Með tímanum eigum við að geta bætt okkur ennfrekar. Andstæðingar okkar í undankeppninni, með fullri virðingu fyrir þeim, eru ekki jafnsterkir og Frakkland," sagði Lagerbäck en Ísland hefur leik í undankeppni HM 2014 í haust. Andstæðingar Íslands í undankeppninni heimsmeistaramótsins 2014 verða Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur en keppni í riðlinum hefst í haust. Íslenska liðið virkaði afar þreytt undir lok leiksins og í sigurmarki Frakka var miðvörðurinn Adil Rami á auðum sjó í teignum. Það var skrýtin sjón því Íslendingarnir höfðu ekki hleypt Frökkum í opin skotfæri í teignum þar til þá. „Hluta má skrifa á þreytu í okkar liði en við megum ekki horfa framhjá hve vel þeir framkvæmdu sóknina. Þeir eru frábært lið með marga leikmenn sem spiluðu í Meistaradeildinni, meðal annars í úrslitaleiknum, svo við megum ekki gleyma hve góðir þeir eru," sagði Lagerbäck.Vildi ekki taka neina áhættu með Kolbein Kolbeinn Sigþórsson, sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik hjá Íslandi, var skipt af velli í hálfleik. Töluverð gæði fóru úr leik Íslands með þeirri skiptingu en skammt er síðan Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli. „Kolbeinn er ekki orðinn klár í 90 mínútur. Ég vil nota hann gegn Svíum. Við ræddum eftir leikinn að kannski hefði verið skynsamlegt að láta hann spila aðeins lengur. Við ákváðum fyrir leikinn að taka ákvörðun í hálfleik miðað við ástandið á honum þá. Hann var þreyttur og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann," sagði Lagerbäck sem segir markmið æfingaleiksins gegn Svíþjóð á miðvikudag hið sama og alltaf. „Við erum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við lítum á gæði einstaklinga í franska liðinu er um að ræða eitt besta lið í Evrópu. Við getum verið stolt af leikmönnum þrátt fyrir tapið. Við reynum alltaf að vinna og munum reyna það í Svíþjóð," sagði Svíinn.
Fótbolti Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49
Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05