Fótbolti

Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölvi Geir í nýju hlutverki á æfingu landsliðsins um helgina.
Sölvi Geir í nýju hlutverki á æfingu landsliðsins um helgina. Mynd / Knattspyrnusamband Íslands
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld.

Sölvi Geir hefur átt við meiðsli í baki að stríða undanfarnar vikur og hefur misst úr leiki hjá liði sínu FC Kaupmannahöfn af þeim völdum.

Vonir stóðu til að Sölvi Geir gæti spilað leikinn gegn Frakklandi en nú er ljóst að hann verður ekki í miðvarðarstöðunni í kvöld.

Veður er gott í Valenciennes og fer vel um hópinn að sögn Ómars Smárasonar, leyfis og markaðsstjóra Knattspyrnusambands Íslands. Hópurinn snæddi saman hádegisverð í hádeginu og viðtekur hvíld fyrir átökin í kvöld.

Franska knattspyrnusambandið hefur sett síðustu miðana á leikinn í sölu og reiknað er með því að uppselt verði í kvöld. Völlurinn í Valenciennes tekur um 23 þúsund manns í sæti.

Viðureign Frakklands og Íslands hefst klukkan 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður leikurinn ennfremur í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×