Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Vilhelm
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld.

Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-4-2 en Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði Íslands. Varafyrirliði er Hallgrímur Jónasson. Fram kemur á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands að Lagerbäck hafi tekið sérstaklega fram að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin varðandi fyrirliðastöðuna.

Ýmislegt athyglisvert er í uppstillingu landsliðsins. Þannig leikur Hallgrímur Jónasson í stöðu hægri bakvarðar, Kári Árnason er í miðverði við hlið Ragnars Sigurðssonar og þá er Gylfi Þór Sigurðsson á vinstri kantinum.

Lið Íslands (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson - Hallgrímur Jónasson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Eggert Gunnþór Jónsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson - Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson

Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður bein textalýsing frá leiknum hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×