Innlent

Kona stungin með hnífi

Ráðist var á konu í Kópavogi og hún stungin með hnífi rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Hún var flutt á slysadeild en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en frekari upplýsingar fást ekki að svo stöddu.

Þá voru þrír ökukmenn teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti líka minniháttar fíkniefnamálum, pústurm og hávaðaútköllum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×