Innlent

Heimsótti Þingvelli - fer næst á Gullfoss og Geysi

Jóhanna og Jiabao á Þingvöllum í morgun.
Jóhanna og Jiabao á Þingvöllum í morgun. mynd/JMG
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína tók daginn snemma og var mættur á Þingvelli í blíðskaparveðri rétt fyrir klukkan níu í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti honum en því næst gekk hann um svæðið með Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði.

Fóru þeir meðal annars yfir jarðfræðina á Þingvöllum og virtist ráðherra nokkuð áhugasamur, enda jarðfræðingur að mennt. Fjöldi fólks fylgdi kínverjanum en þó færri en í gær að sögn fréttamanns okkar sem er á staðnum.

Því næst hélt ráðherrann upp í bíl og er förinni heitið að sjálfum Gullfossi og Geysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×