Enski boltinn

Aron og félagar gerðu jafntefli við Leeds

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City gerði jafntefli, 1-1, í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni.

Joe Mason kom Cardiff yfir á rétt fyrir hlé en Luciano Becchio jafnaði sautján mínútum fyrir leikslok.

Aron Einar spilaði allan leikinn fyrir Cardiff og nældi sér í gula spjaldið.

Cardiff er í fimmta sæti deildarinnar sem gefur þáttökurétt í umspili deildarinnar um laust sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×