Enski boltinn

Persie útskýrir hvað hann var að gera á liðshóteli Barcelona

Sögusagnir um framtíð Robin van Persie, leikmanns Arsenal, fóru á mikið flug í vikunni þegar til hans sást á liðshóteli Barcelona sem var statt í London enda að spila gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

Van Persie segist ekki hafa neitt að fela. Hann hafi eingöngu verið þar að heimsækja vin sinn.

"Ég og Ibrahim Affelay erum miklir vinir en hann spilar með Barcelona eins og flestir vita. Ég hafði ekki séð hann lengi og nýtt því tækifærið. Hann mátti ekki fara út af hótelinu og því fór ég þangað í Arsenal gallanum," sagði Van Persie.

"Við spjölluðum og fengum okkur að borða. Það gátu allir séð okkur enda höfðum við ekkert að fela."

Van Persie mun ræða framtíð sína við Arsenal fljótlega og Wenger, stjóri Arsenal, vonast til þess að fá botn í þau mál á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×