Enski boltinn

Wenger: Þetta var furðulegur leikur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefði viljað fá öll þrjú stigin gegn Chelsea í dag enda sagði hann að sitt lið hefði verið betra.

"Þetta var furðulegur leikur. Þeir lokuðu vörninni hjá sér og sóttu ekki mikið. Við vorum ekki nógu beittir í okkar sóknarleik en fengum samt öll færin. Þeir fengu engin," sagði Wenger.

"Við erum ekki alveg búnir að melta tapið gegn Wigan en við töpuðum ekki í dag og verðum að taka það jákvæða úr leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×