Lionel Messi er falur fyrir 42 milljarða 22. desember 2012 10:00 BARCELONA, SPAIN - DECEMBER 16: Lionel Messi of Barcelona celebrates scoring his sides third goal during the la Liga match between FC Barcelona and Club Atletico de Madrid at the Camp Nou stadium on December 16, 2012 in Barcelona, Spain. (Photo by Jasper Juinen/Getty Images) Tekjuhæstu íþróttamennirnir Íþróttir peningar Lionel Messi er að flestra mati besti knattspyrnumaður veraldar en hann hefur farið á kostum með spænska liðinu Barcelona á árinu 2012. Messi skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Barcelona fram til ársins 2018 – en hann verður samt sem áður ekki launahæsti knattspyrnumaður heims. Messi var með samning við Barcelona sem átti að renna út í lok leiktíðar árið 2016. Hann framlengdi um tvö ár, líkt og fyrirliðinn Carles Puyol og Xavi, sem eru með samninga út árið 2016. Í samningnum er ákvæði sem Messi getur nýtt sér líki honum ekki dvölin hjá Barcelona. Hann getur óskað eftir því að fara frá félaginu ef eitthvað lið vill kaupa hann á 250 milljónir evra eða sem nemur rétt tæplega 42 milljörðum ísl. kr. Toni Freixa, talsmaður Barcelona, sagði við fréttamenn þegar greint var frá samningi Messi að það væri ólíklegt að Messi væri tekjuhæsti fótboltamaður veraldar. Þetta er í fimmta sinn sem Messi skrifar undir nýjan samning við Barcelona frá því hann skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn árið 2005. Samkvæmt heimildum sænska dagblaðsins Aftonbladet hefur Messi verið með um 1,7 milljarða kr. í árslaun. Nýr samningur tryggir honum um 2,7 milljarða kr. í árslaun en Messi verður 31 árs gamall þegar samningurinn rennur út. Messi á samt sem áður langt í land með að ná árslaunum fyrrverandi samherja síns hjá Barcelona, Samuel Eto'o. Kamerúnmaðurinn fær um 3,3 milljarða kr. á árslaun hjá rússneska liðinu Anzhi. Fjölmörg fyrirtæki hafa gert samninga við Messi á undanförnum árum. Tekjur af þeim samningum eru ekki reiknaðar inn í árslaun hans. Messi er með samninga við Adidas, Pepsi og EA Sports. Talið er að Messi fái um 5,5 milljarða kr. í árslaun þegar allar tekjur hans eru teknar saman. Hinn 25 ára gamli Messi er nú þegar markahæsti leikmaður allra tíma hjá Barcelona en hann hefur skorað 90 mörk á þessu ári fyrir félagið. Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Lionel Messi er að flestra mati besti knattspyrnumaður veraldar en hann hefur farið á kostum með spænska liðinu Barcelona á árinu 2012. Messi skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Barcelona fram til ársins 2018 – en hann verður samt sem áður ekki launahæsti knattspyrnumaður heims. Messi var með samning við Barcelona sem átti að renna út í lok leiktíðar árið 2016. Hann framlengdi um tvö ár, líkt og fyrirliðinn Carles Puyol og Xavi, sem eru með samninga út árið 2016. Í samningnum er ákvæði sem Messi getur nýtt sér líki honum ekki dvölin hjá Barcelona. Hann getur óskað eftir því að fara frá félaginu ef eitthvað lið vill kaupa hann á 250 milljónir evra eða sem nemur rétt tæplega 42 milljörðum ísl. kr. Toni Freixa, talsmaður Barcelona, sagði við fréttamenn þegar greint var frá samningi Messi að það væri ólíklegt að Messi væri tekjuhæsti fótboltamaður veraldar. Þetta er í fimmta sinn sem Messi skrifar undir nýjan samning við Barcelona frá því hann skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn árið 2005. Samkvæmt heimildum sænska dagblaðsins Aftonbladet hefur Messi verið með um 1,7 milljarða kr. í árslaun. Nýr samningur tryggir honum um 2,7 milljarða kr. í árslaun en Messi verður 31 árs gamall þegar samningurinn rennur út. Messi á samt sem áður langt í land með að ná árslaunum fyrrverandi samherja síns hjá Barcelona, Samuel Eto'o. Kamerúnmaðurinn fær um 3,3 milljarða kr. á árslaun hjá rússneska liðinu Anzhi. Fjölmörg fyrirtæki hafa gert samninga við Messi á undanförnum árum. Tekjur af þeim samningum eru ekki reiknaðar inn í árslaun hans. Messi er með samninga við Adidas, Pepsi og EA Sports. Talið er að Messi fái um 5,5 milljarða kr. í árslaun þegar allar tekjur hans eru teknar saman. Hinn 25 ára gamli Messi er nú þegar markahæsti leikmaður allra tíma hjá Barcelona en hann hefur skorað 90 mörk á þessu ári fyrir félagið.
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira