Neðanjarðarhreyfingin Stóra systir hengdi í dag límmiða á dyr skemmtistaðarins Goldfinger í Kópavogi. Gulur borði var einnig dreginn um innganginn að hætti lögreglumanna.
Stóra systir vísar til nýlegs límmiða sem Já.is lét hanna til að líma yfir forsíðu símaskrár síðasta árs en á henni er mynd af Agli „Gillz" Einarsyni.
„Í tilefni þess að gefnir hafa verið út límmiðar til að líma yfir þau samfélagsvandamál sem fólk vill ekki horfast í augu við ákvað Stóra systir að hjálpa til."
Í tilkynningu frá Stóru systur kemur fram að samtökin hafi sérstaka samúð með lögreglunni og því álagi sem á henni hvílir. Því ákváðu systurnar að hjálpa til með því að draga gulann borða um svæðið og „merkja vettvangs glæps."
