Flogið var sjúkraflug til Grænlands á fimmtudaginn. Sérútbúin flugvél Mýflugs flaug þá til Ammassalik þar sem tveir sjúklingar biðu. Aðeins var hægt að flytja einn sjúkling í einu og þurfti því að fara tvær ferðir.
Í áhöfn voru tveir flugmenn frá Mýflugi, tveir neyðarflutningamenn frá slökkviliðinu á Akureyri og tveir fluglæknar frá sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sjúklingarnir voru báðir í öndunarvél. Þegar komið var með fyrri sjúklinginn á flugvöllinn í Kulusuk var veðrið farið að versna og veðurspáin var slæm.
Flugið til Reykjavíkur gekk vel. Lent var á Reykjavíkurflugvelli seinni partinn en þar biðu tveir sjúkrabílar sem fluttu sjúklingana á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Þetta er í fyrsta skipti sem tveir gjörgæslusjúklingar eru fluttir með sérútbúinni sjúkraflugvél Mýflugs.
