25 heimili yfirgefin í fyrra vegna svepps 7. janúar 2012 08:00 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Á síðasta ári þurftu 25 fjölskyldur og einstaklingar að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu alfarið burt, vegna myglusvepps. „Og það gerir enginn nema tilneyddur," segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og stofnandi fyrirtækisins Hús og heilsa, sem sérhæfir sig í rannsóknum á húsnæði vegna raka og þeirra lífvera sem þrífast þar. Sylgju er kunnugt um þessi 25 tilfelli og tekur fram að þau geti vitaskuld verið mun fleiri án þess að þau hafi komið inn á borð til hennar. Hún segist fá allt upp í 20 fyrirspurnir á viku vegna myglusvepps í húsum. Nauðsynlegt sé þó að hafa í huga að í flestum tilfellum er hægt að leysa vandann á einfaldan hátt með réttum aðferðum. Mikilvægast er að fyrirbyggja raka í húsnæðinu áður en myglan myndast. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talið er að allt að 50 þúsund hús, eða um 20 til 30 prósent allra húsa á Íslandi, séu sýkt. „Það kemur mér ekkert á óvart," segir Sylgja, og bætir við að þótt ekki séu til neinar íslenskar rannsóknir um hlutfall sýktra húsa, geti það þó verið hærra hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin, sé litið til evrópskra sjálfsmatsrannsókna, sem sýna yfirleitt mun lægra hlutfall á raka í húsum en það er í raun. Fyrirtæki Sylgju var stofnað vegna þess að hún og fjölskylda hennar lentu sjálf í því að búa í húsnæði með myglusvepp fyrir sjö árum. Myglan hafði áhrif á heilsufar hennar sjálfrar og fjölskyldu hennar og eru þau enn að kljást við afleiðingarnar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hannes Petersen yfirlæknir að ekki væri hægt að sanna með óyggjandi hætti að mygla í húsum hafi áhrif á heilsu. Sylgja bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telji að faraldsfræðirannsóknir hafi með óyggjandi hætti sýnt fram á tengsl séu á milli myglusvepps í húsum og heilsufars, en orsakasambandið sé ekki þekkt. Fjöldi húsa á Íslandi kom Katrínu Hilmarsdóttur, sérfræðingi á sviði hollustuhátta hjá Umhverfisstofnun, þó verulega á óvart. „Þetta er stór tala og ef satt reynist þá þarf virkilega að skoða þetta betur," segir hún. Umhverfisstofnun gefur út viðmiðanir um inniloft í öllu húsnæði samkvæmt WHO. Heilbrigðiseftirlit landsins komi að eftirliti og öðru, sé þess óskað. Katrín segir alltaf eitthvað um að fólk hringi og biðji um ráð. sunna@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Á síðasta ári þurftu 25 fjölskyldur og einstaklingar að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu alfarið burt, vegna myglusvepps. „Og það gerir enginn nema tilneyddur," segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og stofnandi fyrirtækisins Hús og heilsa, sem sérhæfir sig í rannsóknum á húsnæði vegna raka og þeirra lífvera sem þrífast þar. Sylgju er kunnugt um þessi 25 tilfelli og tekur fram að þau geti vitaskuld verið mun fleiri án þess að þau hafi komið inn á borð til hennar. Hún segist fá allt upp í 20 fyrirspurnir á viku vegna myglusvepps í húsum. Nauðsynlegt sé þó að hafa í huga að í flestum tilfellum er hægt að leysa vandann á einfaldan hátt með réttum aðferðum. Mikilvægast er að fyrirbyggja raka í húsnæðinu áður en myglan myndast. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talið er að allt að 50 þúsund hús, eða um 20 til 30 prósent allra húsa á Íslandi, séu sýkt. „Það kemur mér ekkert á óvart," segir Sylgja, og bætir við að þótt ekki séu til neinar íslenskar rannsóknir um hlutfall sýktra húsa, geti það þó verið hærra hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin, sé litið til evrópskra sjálfsmatsrannsókna, sem sýna yfirleitt mun lægra hlutfall á raka í húsum en það er í raun. Fyrirtæki Sylgju var stofnað vegna þess að hún og fjölskylda hennar lentu sjálf í því að búa í húsnæði með myglusvepp fyrir sjö árum. Myglan hafði áhrif á heilsufar hennar sjálfrar og fjölskyldu hennar og eru þau enn að kljást við afleiðingarnar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hannes Petersen yfirlæknir að ekki væri hægt að sanna með óyggjandi hætti að mygla í húsum hafi áhrif á heilsu. Sylgja bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telji að faraldsfræðirannsóknir hafi með óyggjandi hætti sýnt fram á tengsl séu á milli myglusvepps í húsum og heilsufars, en orsakasambandið sé ekki þekkt. Fjöldi húsa á Íslandi kom Katrínu Hilmarsdóttur, sérfræðingi á sviði hollustuhátta hjá Umhverfisstofnun, þó verulega á óvart. „Þetta er stór tala og ef satt reynist þá þarf virkilega að skoða þetta betur," segir hún. Umhverfisstofnun gefur út viðmiðanir um inniloft í öllu húsnæði samkvæmt WHO. Heilbrigðiseftirlit landsins komi að eftirliti og öðru, sé þess óskað. Katrín segir alltaf eitthvað um að fólk hringi og biðji um ráð. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira