25 heimili yfirgefin í fyrra vegna svepps 7. janúar 2012 08:00 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Á síðasta ári þurftu 25 fjölskyldur og einstaklingar að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu alfarið burt, vegna myglusvepps. „Og það gerir enginn nema tilneyddur," segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og stofnandi fyrirtækisins Hús og heilsa, sem sérhæfir sig í rannsóknum á húsnæði vegna raka og þeirra lífvera sem þrífast þar. Sylgju er kunnugt um þessi 25 tilfelli og tekur fram að þau geti vitaskuld verið mun fleiri án þess að þau hafi komið inn á borð til hennar. Hún segist fá allt upp í 20 fyrirspurnir á viku vegna myglusvepps í húsum. Nauðsynlegt sé þó að hafa í huga að í flestum tilfellum er hægt að leysa vandann á einfaldan hátt með réttum aðferðum. Mikilvægast er að fyrirbyggja raka í húsnæðinu áður en myglan myndast. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talið er að allt að 50 þúsund hús, eða um 20 til 30 prósent allra húsa á Íslandi, séu sýkt. „Það kemur mér ekkert á óvart," segir Sylgja, og bætir við að þótt ekki séu til neinar íslenskar rannsóknir um hlutfall sýktra húsa, geti það þó verið hærra hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin, sé litið til evrópskra sjálfsmatsrannsókna, sem sýna yfirleitt mun lægra hlutfall á raka í húsum en það er í raun. Fyrirtæki Sylgju var stofnað vegna þess að hún og fjölskylda hennar lentu sjálf í því að búa í húsnæði með myglusvepp fyrir sjö árum. Myglan hafði áhrif á heilsufar hennar sjálfrar og fjölskyldu hennar og eru þau enn að kljást við afleiðingarnar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hannes Petersen yfirlæknir að ekki væri hægt að sanna með óyggjandi hætti að mygla í húsum hafi áhrif á heilsu. Sylgja bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telji að faraldsfræðirannsóknir hafi með óyggjandi hætti sýnt fram á tengsl séu á milli myglusvepps í húsum og heilsufars, en orsakasambandið sé ekki þekkt. Fjöldi húsa á Íslandi kom Katrínu Hilmarsdóttur, sérfræðingi á sviði hollustuhátta hjá Umhverfisstofnun, þó verulega á óvart. „Þetta er stór tala og ef satt reynist þá þarf virkilega að skoða þetta betur," segir hún. Umhverfisstofnun gefur út viðmiðanir um inniloft í öllu húsnæði samkvæmt WHO. Heilbrigðiseftirlit landsins komi að eftirliti og öðru, sé þess óskað. Katrín segir alltaf eitthvað um að fólk hringi og biðji um ráð. sunna@frettabladid.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Á síðasta ári þurftu 25 fjölskyldur og einstaklingar að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu alfarið burt, vegna myglusvepps. „Og það gerir enginn nema tilneyddur," segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og stofnandi fyrirtækisins Hús og heilsa, sem sérhæfir sig í rannsóknum á húsnæði vegna raka og þeirra lífvera sem þrífast þar. Sylgju er kunnugt um þessi 25 tilfelli og tekur fram að þau geti vitaskuld verið mun fleiri án þess að þau hafi komið inn á borð til hennar. Hún segist fá allt upp í 20 fyrirspurnir á viku vegna myglusvepps í húsum. Nauðsynlegt sé þó að hafa í huga að í flestum tilfellum er hægt að leysa vandann á einfaldan hátt með réttum aðferðum. Mikilvægast er að fyrirbyggja raka í húsnæðinu áður en myglan myndast. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talið er að allt að 50 þúsund hús, eða um 20 til 30 prósent allra húsa á Íslandi, séu sýkt. „Það kemur mér ekkert á óvart," segir Sylgja, og bætir við að þótt ekki séu til neinar íslenskar rannsóknir um hlutfall sýktra húsa, geti það þó verið hærra hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin, sé litið til evrópskra sjálfsmatsrannsókna, sem sýna yfirleitt mun lægra hlutfall á raka í húsum en það er í raun. Fyrirtæki Sylgju var stofnað vegna þess að hún og fjölskylda hennar lentu sjálf í því að búa í húsnæði með myglusvepp fyrir sjö árum. Myglan hafði áhrif á heilsufar hennar sjálfrar og fjölskyldu hennar og eru þau enn að kljást við afleiðingarnar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hannes Petersen yfirlæknir að ekki væri hægt að sanna með óyggjandi hætti að mygla í húsum hafi áhrif á heilsu. Sylgja bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telji að faraldsfræðirannsóknir hafi með óyggjandi hætti sýnt fram á tengsl séu á milli myglusvepps í húsum og heilsufars, en orsakasambandið sé ekki þekkt. Fjöldi húsa á Íslandi kom Katrínu Hilmarsdóttur, sérfræðingi á sviði hollustuhátta hjá Umhverfisstofnun, þó verulega á óvart. „Þetta er stór tala og ef satt reynist þá þarf virkilega að skoða þetta betur," segir hún. Umhverfisstofnun gefur út viðmiðanir um inniloft í öllu húsnæði samkvæmt WHO. Heilbrigðiseftirlit landsins komi að eftirliti og öðru, sé þess óskað. Katrín segir alltaf eitthvað um að fólk hringi og biðji um ráð. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira