Einfalt að áætla aldur hælisleitenda með tanngreiningu Erla Hlynsdóttir skrifar 11. maí 2012 19:30 Aldursgreining verður gerð á tönnum erlendu drengjanna tveggja sem voru dæmdir fyrir að koma til Íslands á fölsuðum skilríkjum. Algengt er að slík greining sé gerð á hælisleitendum í nágrannalöndum okkar. Í fréttum okkar í gær var rætt við annan drengjanna sem segist vera fimmtán ára, og frá Marokkó. Hinn drengurinn segist vera sextán, og frá Alsír. Það skiptir sköpum fyrir málsmeðferð þeirra hér á landi að fá staðfest að þeir séu enn börn. „Forstjóri Barnaverndarstofu hefur haft samband við mig og ég reikna með því að aldursgreining á þeim fari fram í næstu viku," segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Svend segir mjög algengt í nágrannalöndum okkar að gerðar séu aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að greina tennur hælisleitenda sem segjast vera undir átján ára aldri. Í kring um fjórtán ára aldur eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar nema endajaxlar. „Við lítum á endajaxlanna í tilfellum sem þessum, þegar hælisleitendur segjast vera yngri en átján ára," segir Svend. „Jaxlarnir eru fullmyndaðir um nítján til tuttugu ára aldur. Fram að þeim tíma eru tennur í vexti og það er hægt að skoða tannþroska þeirra saman við töflur og reikna þannig út aldurinn." Teknar verða röntgenmyndir af tönnum drengjanna, auk þess sem þeir fara í skoðun, og tekur það þá aðeins nokkra daga að greina aldur þeira. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Aldursgreining verður gerð á tönnum erlendu drengjanna tveggja sem voru dæmdir fyrir að koma til Íslands á fölsuðum skilríkjum. Algengt er að slík greining sé gerð á hælisleitendum í nágrannalöndum okkar. Í fréttum okkar í gær var rætt við annan drengjanna sem segist vera fimmtán ára, og frá Marokkó. Hinn drengurinn segist vera sextán, og frá Alsír. Það skiptir sköpum fyrir málsmeðferð þeirra hér á landi að fá staðfest að þeir séu enn börn. „Forstjóri Barnaverndarstofu hefur haft samband við mig og ég reikna með því að aldursgreining á þeim fari fram í næstu viku," segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Svend segir mjög algengt í nágrannalöndum okkar að gerðar séu aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að greina tennur hælisleitenda sem segjast vera undir átján ára aldri. Í kring um fjórtán ára aldur eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar nema endajaxlar. „Við lítum á endajaxlanna í tilfellum sem þessum, þegar hælisleitendur segjast vera yngri en átján ára," segir Svend. „Jaxlarnir eru fullmyndaðir um nítján til tuttugu ára aldur. Fram að þeim tíma eru tennur í vexti og það er hægt að skoða tannþroska þeirra saman við töflur og reikna þannig út aldurinn." Teknar verða röntgenmyndir af tönnum drengjanna, auk þess sem þeir fara í skoðun, og tekur það þá aðeins nokkra daga að greina aldur þeira.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira