Undrandi á aðkomu Eiríks að skýrslunni 9. október 2012 00:00 Kjartan Magnússon vonast til að fyllsta hlutleysis sé gætt í skýrslu úttektarnefndarinnar.fréttablaðið/vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira