Innlent

Ögmundur biðst afsökunar á ummælum sínum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra biðst afsöknar, í grein í Fréttablaðinu í dag, á umdeildum ummælum sínum um ferðir opinberra starfsmanna til Brussel.

Þessi ummæli Ögmundar komu fram á Alþingi. Hann sagðist hafa séð í öðrum Evrópuríkjum að stofnanaveldið, eða embættismenn, eigi til að ánetjast Evrópusambandinu, og eigi sér þann draum helstan að halda til á hótelum á kostnað skattgreiðenda.

Ögmundur vísaði í ummælum sínum í ýmis gylliboð og strokur á vegum Evrópusambandsins, sem séu til þess fallin að verða mönnum kærar og eftirsóknarverðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×