Innlent

Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd

Mynd/GVA
Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju.

Sprengjuleitarvélmenni frá Ríkislögreglustjóra er á staðnum. Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður Forsætisráðherra segir að ástandið hafi verið metið og að ekki sé talin þörf á því að rýma Stjórnarráðshúsið.

Verið er að rýma húsið sem stendur á Hverfisgötu 4.

Þá er búið að stækka lokunarsvæðið upp fyrir Arnarhól og öll umferð um hann hefur verið bönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×