Innlent

Myndskeið sem sýnir sprengjusveitina að störfum

Sprengjusveitir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra sprengdu í morgun leifar af torkennilegum pakka sem virðist hafa sprungið fyrr um morguninn við Hverfisgötu 4. Gríðarlegur viðbúnaður var á staðnum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var ítrustu varúðar gætt þegar hluturinn var gerður óvirkur.

Fyrst var sérútbúið vélmenni sent að kassanum og hann sprengdur í loft upp. Síðan fór maður í sérstökum hlífðargalla að hlutnum og gekk úr skugga um að ekkert sprengiefni væri eftir.

Ekki er ljóst hver stóð að baki sprengingunni og segir lögregla að rannsókn málsins sé í fullum gangi.

Hér má sjá myndskeið sem myndatökumenn Stöðvar 2 tóku í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×