Misskilningur segir lögmaður - ætlaði að herma eftir ofsahræddum manni 31. janúar 2012 14:14 Jón Egilsson. „Dómarinn misskildi þetta. Ég var alls ekki að herma eftir manninum, heldur ætlaði ég að sýna fram á hvernig ofsahræddur maður hagar sér," útskýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Egilsson sem var dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæðan samkvæmt dómsorði var sú að hann hermdi með niðurlægjandi hætti eftir stefnanda, manni af portúgölskum uppruna, sem stefndi tveimur mönnum sem misþyrmdu honum árið 2006. Jón segir dómarann, Kolbrúnu Sævarsdóttur, misskilja leikræna tilburði sína. Jón hafi nefnilega viljað sýna fram á að hegðun mannsins hafi ekki lýst sér í ótta. Maðurinn vildi nefnilega fá skaðabætur þar sem hann varð fyrir áfallastreituröskun, en Jón mótmælti því fyrir hönd skjólstæðings síns, sem var sýknaður í málinu. Hinn maðurinn, sem portúgalski maðurinn stefndi, var dæmdur til þess að greiða honum 3,3 milljónir króna í skaðabætur vegna árásarinnar. Jón er eini lögfræðingurinn hér á landi sem hefur verið dæmdur tvívegis til þess að greiða réttarfarssekt. Þannig var hann dæmdur árið 2005 til þess að greiða 40 þúsund krónur fyrir að sýna réttinum fádæma óvirðingu. Það gerði hann með því að grípa ítrekað fram í fyrir vitnum og dómara og truflað yfirheyrslur við aðalmeðferð í líkamsárásarmáli. „Ég er sáttur við að minn maður hafi verið sýknaður. En auðvitað er ég ósáttur við að hafa verið sektaður," segir Jón en aðspurður hvort þarna sé ekki vegið að hans heiðri sem lögmaður, viðurkenni Jón að svo sé. „Menn þurfa að gæta að virðingu stéttarinnar og við minnum náttúrulega á siðareglurnar," segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, spurður um hegðun Jóns. Hann segir félagið ekki hafa heimild til þess að skjóta einstökum málum til siðanefndar, heldur sé slíkt alfarið á forræði þeirra sem telja á sér brotið. Þá hefur réttarfarssekt engin áhrif á málflutningsréttindi lögmanna. Brynjar segir það rétt að það sé afar sjaldgæft að lögmenn séu dæmdir til þess að greiða réttarfarssektir. „Það gerist kannski þegar mönnum hleypur kapp í kinn," segir Brynjar, en það er ljóst að leikrænir tilburðir eru ekki vel séðir í dómssal. Tengdar fréttir Lögmaður hermdi á niðurlægjandi hátt eftir fórnarlambi Hæstaréttarlögmanninum Jóni Egilssyni var í dag gert að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt þegar hann flutti mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er í annað skiptið sem hann er sektaður fyrir slíkt brot. 30. janúar 2012 14:53 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
„Dómarinn misskildi þetta. Ég var alls ekki að herma eftir manninum, heldur ætlaði ég að sýna fram á hvernig ofsahræddur maður hagar sér," útskýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Egilsson sem var dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæðan samkvæmt dómsorði var sú að hann hermdi með niðurlægjandi hætti eftir stefnanda, manni af portúgölskum uppruna, sem stefndi tveimur mönnum sem misþyrmdu honum árið 2006. Jón segir dómarann, Kolbrúnu Sævarsdóttur, misskilja leikræna tilburði sína. Jón hafi nefnilega viljað sýna fram á að hegðun mannsins hafi ekki lýst sér í ótta. Maðurinn vildi nefnilega fá skaðabætur þar sem hann varð fyrir áfallastreituröskun, en Jón mótmælti því fyrir hönd skjólstæðings síns, sem var sýknaður í málinu. Hinn maðurinn, sem portúgalski maðurinn stefndi, var dæmdur til þess að greiða honum 3,3 milljónir króna í skaðabætur vegna árásarinnar. Jón er eini lögfræðingurinn hér á landi sem hefur verið dæmdur tvívegis til þess að greiða réttarfarssekt. Þannig var hann dæmdur árið 2005 til þess að greiða 40 þúsund krónur fyrir að sýna réttinum fádæma óvirðingu. Það gerði hann með því að grípa ítrekað fram í fyrir vitnum og dómara og truflað yfirheyrslur við aðalmeðferð í líkamsárásarmáli. „Ég er sáttur við að minn maður hafi verið sýknaður. En auðvitað er ég ósáttur við að hafa verið sektaður," segir Jón en aðspurður hvort þarna sé ekki vegið að hans heiðri sem lögmaður, viðurkenni Jón að svo sé. „Menn þurfa að gæta að virðingu stéttarinnar og við minnum náttúrulega á siðareglurnar," segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, spurður um hegðun Jóns. Hann segir félagið ekki hafa heimild til þess að skjóta einstökum málum til siðanefndar, heldur sé slíkt alfarið á forræði þeirra sem telja á sér brotið. Þá hefur réttarfarssekt engin áhrif á málflutningsréttindi lögmanna. Brynjar segir það rétt að það sé afar sjaldgæft að lögmenn séu dæmdir til þess að greiða réttarfarssektir. „Það gerist kannski þegar mönnum hleypur kapp í kinn," segir Brynjar, en það er ljóst að leikrænir tilburðir eru ekki vel séðir í dómssal.
Tengdar fréttir Lögmaður hermdi á niðurlægjandi hátt eftir fórnarlambi Hæstaréttarlögmanninum Jóni Egilssyni var í dag gert að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt þegar hann flutti mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er í annað skiptið sem hann er sektaður fyrir slíkt brot. 30. janúar 2012 14:53 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Lögmaður hermdi á niðurlægjandi hátt eftir fórnarlambi Hæstaréttarlögmanninum Jóni Egilssyni var í dag gert að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt þegar hann flutti mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er í annað skiptið sem hann er sektaður fyrir slíkt brot. 30. janúar 2012 14:53