Keira Knightley var vægast sagt glæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar, Seeking A Friend For The End Of The World á Los Angeles kvikmyndahátíðinni á dögunum.
Leikkonan var í einstaklega rómantískum, skósíðum kjól og bar blómakrans í uppsettu hárinu eins og sjá má í meðfylgjandi myndum.

