Telja auðlindagjald munu fimmfaldast 19. apríl 2012 10:00 Vestfirsk fyrirtæki greiddu 255 milljónir í auðlindagjald í fyrra. Ísfirðingar segja ekki hægt að samþykkja margföldun á gjaldinu. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Meirihluti atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar segir verulega annmarka á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. 87 prósent af aflaheimildum séu á landsbyggðinni og breytingarnar komi því harðast niður þar. „Á Vestfjörðum var auðlindagjaldið á síðasta ári 255 milljónir. Með nýja frumvarpinu verður það hins vegar um 1,4 milljarðar, þar af 1,2 á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir atvinnumálanefndin og vísar þar í útreikninga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Svo mikla aukningu á skattheimtu af burðarfyrirtækjum á svæðinu sé ekki hægt að samþykkja. „Sérstaklega ekki meðan ótryggt er að nokkuð af þeim tekjum skili sér aftur til uppbyggingar í Ísafjarðarbæ. Eins er engin vissa fyrir því að það sem skilar sér vegi upp það tap sem sveitarfélög verða fyrir vegna þess útsvars sem tapast,“ segir atvinnumálanefndin. „Líklegt er að störfum muni fækka enn frekar en orðið er og laun lækka hjá sjómönnum og fiskvinnslufólki, sem hafa mun áhrif á útsvar sveitarfélaga. Þá mun draga verulega úr fjárfestingu fyrirtækja í greininni með tilheyrandi afleiðingum fyrir minni þjónustufyrirtæki.“ Þá segir nefndin ekki sátt vera um skerðingu á kvóta núverandi handhafa, til að mynda potta fyrir nýliða. „Þar er í einhverjum tilfellum verið að hygla áhugamönnum á kostnað atvinnumanna,“ segir nefndin sem hins vegar kveður væntanlega hægt að ná „einhverri sátt“ um þær greinar frumvarpsins er varða nýtingarsamninga og pottafyrirkomulag. „Með nýtingarsamningum til 20 ára, og möguleika á framlengingu, ættu fyrirtæki að geta skipulagt sig til framtíðar.- gar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Meirihluti atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar segir verulega annmarka á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. 87 prósent af aflaheimildum séu á landsbyggðinni og breytingarnar komi því harðast niður þar. „Á Vestfjörðum var auðlindagjaldið á síðasta ári 255 milljónir. Með nýja frumvarpinu verður það hins vegar um 1,4 milljarðar, þar af 1,2 á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir atvinnumálanefndin og vísar þar í útreikninga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Svo mikla aukningu á skattheimtu af burðarfyrirtækjum á svæðinu sé ekki hægt að samþykkja. „Sérstaklega ekki meðan ótryggt er að nokkuð af þeim tekjum skili sér aftur til uppbyggingar í Ísafjarðarbæ. Eins er engin vissa fyrir því að það sem skilar sér vegi upp það tap sem sveitarfélög verða fyrir vegna þess útsvars sem tapast,“ segir atvinnumálanefndin. „Líklegt er að störfum muni fækka enn frekar en orðið er og laun lækka hjá sjómönnum og fiskvinnslufólki, sem hafa mun áhrif á útsvar sveitarfélaga. Þá mun draga verulega úr fjárfestingu fyrirtækja í greininni með tilheyrandi afleiðingum fyrir minni þjónustufyrirtæki.“ Þá segir nefndin ekki sátt vera um skerðingu á kvóta núverandi handhafa, til að mynda potta fyrir nýliða. „Þar er í einhverjum tilfellum verið að hygla áhugamönnum á kostnað atvinnumanna,“ segir nefndin sem hins vegar kveður væntanlega hægt að ná „einhverri sátt“ um þær greinar frumvarpsins er varða nýtingarsamninga og pottafyrirkomulag. „Með nýtingarsamningum til 20 ára, og möguleika á framlengingu, ættu fyrirtæki að geta skipulagt sig til framtíðar.- gar
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira