Tvíburar fóru ólíkar leiðir við ferminguna 19. apríl 2012 11:00 Þau Halldór Sörli og Júlía Sif eru tvíburar en fermdust hvort í sínu lagi. Hann í borgaralegri fermingu en hún í kirkju. Fréttablaðið/Stefán Tvíburasystkinin Halldór Sörli og Júlía Sif Ólafsbörn voru fermd síðastliðinn sunnudag, en það sem vekur athygli er að þau höfðu hvort sinn háttinn á. Júlía fermdist í Háteigskirkju um morguninn, en Halldór í borgaralegri vígslu í Háskólabíói eftir hádegi. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fermast í kirkju,“ segir Halldór. „Svo fór ég að hugsa betur út í þetta og leist vel á borgaralegu ferminguna.“ Aðspurð hvort henni hafi þótt skrítið að hafa bróður sinn ekki við hlið sér segir Júlía að svo hafi ekki verið. „Þetta var kannski svolítið skrýtin tilhugsun fyrst, því að ég hélt alltaf að Halldór myndi fermast í kirkju með mér. En það var svo ekkert mál.“ Þau segja að móðir þeirra hafi alls ekki sett fyrir sig að hafa tvær vígslur sama daginn og hún hafi virt þeirra val. Þá hafi vinum þeirra ekki þótt skrýtið að þau færu hvort sína eigin leið. „Nei. Þau þekkja okkur vel og vita að við tökum hvort okkar ákvarðanir,“ segir Júlía. „Þótt að við séum tvíburar,“ botnar Halldór. Aðspurð hvort þau séu almennt samrýnd systkin svara þau í kór: „Já!“ Umræða spannst nýlega út frá páskapredikun biskups Íslands þar sem hann sagði börn sem hygðu á kirkjulega fermingu sættu oft andróðri frá umhverfi sínu. Á móti var því haldið fram að þvert á móti þyrftu ungmenni frekar að standa gegn straumnum til að fermast borgaralega. Júlía og Halldór segja ekkert slíkt hafa verið að velkjast fyrir þeim og ákvarðanir þeirra hafi hreint ekki verið erfiðar. „Þetta snýst einfaldlega um það að ég trúi á guð en hann ekki,“ segir Júlía og Halldór tekur undir. „Mér fannst þetta mjög auðveld og eðlileg ákvörðun.“ Nokkuð algengt er að krakkar fermist í borgaralegri vígslu, þar á meðal nokkrir í kunningjahópi Halldórs. En tengist þessi ákvörðum þá vinahópum? „Maður vill auðvitað gjarnan fermast með vinum sínum,“ segir Júlía. „En þó að allar mínar vinkonur myndu fermast borgaralega myndi ég samt fermast í kirkju.“ Aðspurður sagði Halldór að það hafi ekki hvarflað að honum að sleppa því alfarið að fermast. „Ég lít á þetta sem ákveðinn áfanga í lífinu og mig langaði til að halda upp á hann og borgaralega fermingin höfðaði betur til mín.“ Systkinin sameinuðust svo í veislunni sem haldin var síðar um daginn. Þar léku þau meðal annars tvö lög fyrir gestina, Halldór á saxófón og Júlía á þverflautu. Þau svara hlæjandi að enginn munur hafi verið á fermingargjöfunum þrátt fyrir að Halldór hafi farið óhefðbundnari leið. Þar hafi samræmis verið gætt í hvívetna. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Tvíburasystkinin Halldór Sörli og Júlía Sif Ólafsbörn voru fermd síðastliðinn sunnudag, en það sem vekur athygli er að þau höfðu hvort sinn háttinn á. Júlía fermdist í Háteigskirkju um morguninn, en Halldór í borgaralegri vígslu í Háskólabíói eftir hádegi. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fermast í kirkju,“ segir Halldór. „Svo fór ég að hugsa betur út í þetta og leist vel á borgaralegu ferminguna.“ Aðspurð hvort henni hafi þótt skrítið að hafa bróður sinn ekki við hlið sér segir Júlía að svo hafi ekki verið. „Þetta var kannski svolítið skrýtin tilhugsun fyrst, því að ég hélt alltaf að Halldór myndi fermast í kirkju með mér. En það var svo ekkert mál.“ Þau segja að móðir þeirra hafi alls ekki sett fyrir sig að hafa tvær vígslur sama daginn og hún hafi virt þeirra val. Þá hafi vinum þeirra ekki þótt skrýtið að þau færu hvort sína eigin leið. „Nei. Þau þekkja okkur vel og vita að við tökum hvort okkar ákvarðanir,“ segir Júlía. „Þótt að við séum tvíburar,“ botnar Halldór. Aðspurð hvort þau séu almennt samrýnd systkin svara þau í kór: „Já!“ Umræða spannst nýlega út frá páskapredikun biskups Íslands þar sem hann sagði börn sem hygðu á kirkjulega fermingu sættu oft andróðri frá umhverfi sínu. Á móti var því haldið fram að þvert á móti þyrftu ungmenni frekar að standa gegn straumnum til að fermast borgaralega. Júlía og Halldór segja ekkert slíkt hafa verið að velkjast fyrir þeim og ákvarðanir þeirra hafi hreint ekki verið erfiðar. „Þetta snýst einfaldlega um það að ég trúi á guð en hann ekki,“ segir Júlía og Halldór tekur undir. „Mér fannst þetta mjög auðveld og eðlileg ákvörðun.“ Nokkuð algengt er að krakkar fermist í borgaralegri vígslu, þar á meðal nokkrir í kunningjahópi Halldórs. En tengist þessi ákvörðum þá vinahópum? „Maður vill auðvitað gjarnan fermast með vinum sínum,“ segir Júlía. „En þó að allar mínar vinkonur myndu fermast borgaralega myndi ég samt fermast í kirkju.“ Aðspurður sagði Halldór að það hafi ekki hvarflað að honum að sleppa því alfarið að fermast. „Ég lít á þetta sem ákveðinn áfanga í lífinu og mig langaði til að halda upp á hann og borgaralega fermingin höfðaði betur til mín.“ Systkinin sameinuðust svo í veislunni sem haldin var síðar um daginn. Þar léku þau meðal annars tvö lög fyrir gestina, Halldór á saxófón og Júlía á þverflautu. Þau svara hlæjandi að enginn munur hafi verið á fermingargjöfunum þrátt fyrir að Halldór hafi farið óhefðbundnari leið. Þar hafi samræmis verið gætt í hvívetna. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira