Innlent

Brotist inn í Þrastarlund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í söluskálann í Þrastarlundi og Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Skiptimynt var tekin úr sjóðsvél og pakkningu af neftóbaki stolið úr Þrastarlundi. Úr Bjarnabúð voru teknar sígarettur og skiptimynt úr sjóðsvél. Mennirnir sem voru að verki náðust ekki. Sama aðferð var notuð til að fara inn á báðum stöðum og því er talið líklegt að sömu menn hafi verið að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×