Innlent

Sænsk neftóbaksframleiðsla gæti lagst af

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun banna íblöndunarefni í tóbak, segir í sænska dagblaðinu Aftonbladet. Það kann að valda því að Svíar hætti að framleiða neftóbak. Neftóbaksframleiðsla var bönnuð árið 2001 samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins en Svíþjóð hefur hingað til fengið undanþágu frá þessu banni. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aftur á móti lagt fram nýja tóbakstilskipun þar sem tiltekið efni í tóbaki er bannað. Allt sænskt neftóbak inniheldur þetta efni í einhverju mæli og því er líklegt að framleiðslan leggist af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×