Innlent

Pétur M. Jónasson hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Íslendinga.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012 hlýtur Dr.phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emiritus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×