Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi 8. janúar 2012 21:30 Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira