Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi 8. janúar 2012 21:30 Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira