Enski boltinn

Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag.
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Getty Images / Nordic Photos
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný.

Michael Essien, leikmaður Chelsea, er góður vinur Muamba og hann staðfesti í gær að Muamba hefði sýnt jákvæð viðbrögð eftir að hann komst til meðvitundar. Hann er ekki lengur tengdur við öndunarvél og hjarta hans slær með eðlilegum hætti.

Í yfirlýsingu frá Bolton og læknum sem annast Muamba segir: „Hann getur andað án aðstoðar, hann þekkti fjölskyldu sína og gat svaraði spurningum frá þeim. Það eru merki um jákvæða þróun. Samt sem áður er ástand hans alvarlegt og það verður fylgst vel með honum."

Hjarta Muamba sló ekki í tvær klukkustundir eftir að hann hneig niður í leiknum á White Hart Lane. Endurlífgun hófst strax á leikvellinum og þekktur hjartasérfræðingur brá sér úr áhorfendastúkunni til þess að aðstoða við endurlífgunina.


Tengdar fréttir

Coyle: Næstu 24 tímar skipta öllu máli fyrir Muamba

Owen Coyle, stjóri Bolton, hefur tjáð sig um veikindi miðjumannsins Fabrice Muamba sem hneig niður í fyrri hálfleik í bikarleik Tottenham og Bolton í gær. Leikurinn var í kjölfarið flautaður af.

Owen Coyle og Kevin Davies fóru með Muamba í sjúkrabílnum

Bikarleikur Tottenham og Bolton var flautaður af í kvöld eftir að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton hneig niður í lok fyrri hálfleiks. Lífgunartilraunir hófust strax á vellinum og héldu áfram ú sjúkrabílnum á leið upp á spítala. Nýjustu fréttir af Bolton-menninum er að hann sé að berjast fyrir lífi sínu.

Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum.

Fótboltastjörnur heimsins biðja fyrir Muamba

Fótboltastjörnur heimsins hafa verið duglegir að senda kveðjur til Fabrice Muamba, 23 ára leikmanns Bolton, sem hneig niður í miðjum leik Tottenham og Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað

Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall.

Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi.

Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu

Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×