Enski boltinn

Coyle: Næstu 24 tímar skipta öllu máli fyrir Muamba

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Owen Coyle fylgist hér með lífgunartilraunum.
Owen Coyle fylgist hér með lífgunartilraunum.
Owen Coyle, stjóri Bolton, hefur tjáð sig um veikindi miðjumannsins Fabrice Muamba sem hneig niður í fyrri hálfleik í bikarleik Tottenham og Bolton í gær. Leikurinn var í kjölfarið flautaður af.

„Þetta er mjög alvarlegt og við getum ekkert farið í kringum það. Ef guð lofar þá kemst hann í gegnum þetta," sagði Owen Coyle.

„Fabrice er alvarlega veikur. Næstu 24 tímar munu skipta öllu máli fyrir hann," bætti Coyle við.

Fabrice Muamba liggur á Hjartadeild London Chest spítalans í London og er í gjörgæslu. Hann var endurlífgaður á vellinum, bæði með hjartahnoði og með hjartastuðtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×