Enski boltinn

Leik Aston Villa og Bolton í vikunni frestað | Muamba enn í lífshættu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Ákveðið hefur verið að fresta leik Aston Villa og Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem átti að fara fram á þriðjudagskvöld.

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni í gær og liggur nú þungt haldinn á spítala í London. Það var því sameiginlega ákvörðun liðanna að fresta skildi leiknum.

Muamba er aðeins 23 ára en hann var endurlífgaður á vellinum í gær með hjartastuðtæki. Ekki er ljóst hvenær leikur liðanna fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×