Fótbolti

Markamaskína valdi Anzhi fram yfir Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Rússneska félagið Anzhi Makhachkala heldur áfram að styrkja sig. Nú hefur Lacina Traore gengið til liðs við félagið frá Kuban Krasnodar sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar í fyrra.

Anzi, sem er í eigu milljarðamæringsins Suleiman Kerimov og stýrt af Gus Hiddink, ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð sem var fyrir neðan væntingar eiganda félagsins.

Traore skoraði 18 mörk í 39 leikjum með Kuban á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu besta árangri sínum í efstu deild. Áhugi á þjónustu Traore var víðar en í Rússlandi. Að sögn umboðsmanns Traore hafði Liverpool mikinn áhuga á kappanum.

„Liverpool sýndi Traore áhuga en Anzhi gerði okkur tilboð sem ekki var hægt að hafna," sagði umboðsmaður Traore.

Traore, sem er frá Fílabeinsströndinni, hittir fyrir þekktar afrískar stjörnuar á borð við fyrirliðann Samuel Eto'o og varnarmanninn Christopher Samba. Þá leikur Yuri Zhirkov einnig með félaginu.

Roberto Carlos, sem lék með liðinu á síðustu leiktíð, hefur nú lagt skóna

á hilluna. Hann mun þó áfram starfa hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×