Dorrit með ADHD og lesblindu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2012 12:45 Dorrit Moussief er í viðtali við Verzlunarskólablaðið. mynd/ getty. Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og ADHD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt og einlægt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans væri heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki með sjálf heldur truflaði hún líka hina nemendurna. Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði að vinna ung í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun," segir Dorrit í viðtalinu. Þegar Dorrit er spurð að því hvaða breytingar hún vilji sjá á íslensku samfélagi næstu árin segist hún vilja sjá að fólk á Íslandi, þá sérstaklega börnin, minnki sykurneyslu um 90% hið minnsta. „Þegar ég kom fyrst til Íslands sá ég varla of feitt barn. það hefur breyst. Íslensk börn ættu að draga úr sykurneyslu: henni fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið og þá fjármuni mætti sannarlega nýta betur. Ég skil ekki hvers vegna íslensk ungmenni drekka þetta óheyrilega magn af gosdrykkjum þegar við eigum kost á besta vatni í heimi. Ég ætla að reyna að breyta þessu, tala við eins marga skóla og ég get. Ég veit að krakkarnir verða ekki kátir en þetta er þeim fyrir bestu," segir Dorrit. Hún vilji líka draga úr glæpum á landinu. Það sem skipti þó mestu máli sé heilsan. Á vefsíðu ADHD samtakanna segir að athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, sé taugaþroskaröskun sem geti haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni sé algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira
Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og ADHD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt og einlægt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans væri heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki með sjálf heldur truflaði hún líka hina nemendurna. Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði að vinna ung í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun," segir Dorrit í viðtalinu. Þegar Dorrit er spurð að því hvaða breytingar hún vilji sjá á íslensku samfélagi næstu árin segist hún vilja sjá að fólk á Íslandi, þá sérstaklega börnin, minnki sykurneyslu um 90% hið minnsta. „Þegar ég kom fyrst til Íslands sá ég varla of feitt barn. það hefur breyst. Íslensk börn ættu að draga úr sykurneyslu: henni fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið og þá fjármuni mætti sannarlega nýta betur. Ég skil ekki hvers vegna íslensk ungmenni drekka þetta óheyrilega magn af gosdrykkjum þegar við eigum kost á besta vatni í heimi. Ég ætla að reyna að breyta þessu, tala við eins marga skóla og ég get. Ég veit að krakkarnir verða ekki kátir en þetta er þeim fyrir bestu," segir Dorrit. Hún vilji líka draga úr glæpum á landinu. Það sem skipti þó mestu máli sé heilsan. Á vefsíðu ADHD samtakanna segir að athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, sé taugaþroskaröskun sem geti haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni sé algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira