Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins 3. apríl 2012 17:23 Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í dag ákvað Samkeppniseftirlitið að leggja 400 milljóna króna sekt á Símann. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppninauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. Síminn hefur nú ákveðið áfrýja niðurstöðunni og telur aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins vera neytendum til tjóns. Í fréttatilkynningu frá Símanum kemur fram að fyrirtækið lúti ströngu eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar og að tilgangur fyrirtækisins hafi ávallt verið að mæta samkeppni á eðlilegan hátt. „Síminn telur að í þessu máli hafi Samkeppniseftirlitið ekki virt þá frumskyldu sína að vernda samkeppnina heldur sé verið að fordæma eðlilega háttsemi á samkeppnismarkaði til að vernda tiltekna keppinauta félagsins. Slík framganga er til þess fallin að skaða samkeppni og vera neytendum til tjóns þegar til lengri tíma er litið," segir í tilkynningunni. Hægt er að lesa fréttatilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan:Síminn áfrýjar og telur aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins vera neytendum til tjóns Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem honum var birt var í dag, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Málið varðar verðlagningu Símans á farsímamarkaði. Af þessu tilefni vill Síminn taka fram eftirfarandi: 1. Verðákvarðanir og verðstefna Símans lúta ströngu eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar og tilgangur Símans er ávallt að mæta samkeppni á eðlilegan hátt. 2. Í rökum Samkeppniseftirlits er á því byggt að sökum stærðar kerfis Símans sé algengara að viðskiptavinir annarra símafyrirtækja hringi í kerfi Símans en öfugt og að það veiti Símanum forskot í samkeppni. Þetta er einfaldlega rangt. Ný fyrirtæki á markaði njóta svokallaðs jákvæðs mismunar og hefur Síminn því greitt meira til þeirra vegna millikerfasímtala en þau til Símans. Nam mismunurinn yfir hið ætlaða brotatímabil 2,4 milljörðum króna Símanum í óhag. 3. Síminn telur að í þessu máli hafi Samkeppniseftirlitið ekki virt þá frumskyldu sína að vernda samkeppnina heldur sé verið að fordæma eðlilega háttsemi á samkeppnismarkaði til að vernda tiltekna keppinauta félagsins. Slík framganga er til þess fallin að skaða samkeppni og vera neytendum til tjóns þegar til lengri tíma er litið. 4. Síminn telur sig hafa góðan málstað að verja og byggir afstöðu sína meðal annars á áliti virts ráðgjafarfyrirtækis, Copenhagen Economics, varðandi álitaefnin sem hér er um rætt. Copenhagen Economics hefur víðtæka þekkingu á sviði samkeppnisréttar, einkum er varðar fjarskiptamarkaði. Hefur fyrirtækið m.a. unnið fyrir framkvæmdastjórn ESB og ýmsar fjarskiptaeftirlitsstofnanir, þ.m.t. póst- og fjarskiptastofnun Noregs. 5. Meginniðurstaða álitsgerðar Copenhagen Economics er sú að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins samræmist hvorki aðferðafræði evrópskra eftirlitsstofnana né ríkjandi sjónarmiðum í evrópskum samkeppnisrétti og hagfræðileg rökum. Þá gangi mat Samkeppniseftirlitsins ekki upp sé litið til þróunar á íslenskum farsímamarkaði síðastliðin áratug. Tengdar fréttir 440 milljóna sekt lögð á Símann Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 390 milljóna króna sekt á Símann, en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppinauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. 3. apríl 2012 15:50 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í dag ákvað Samkeppniseftirlitið að leggja 400 milljóna króna sekt á Símann. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppninauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. Síminn hefur nú ákveðið áfrýja niðurstöðunni og telur aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins vera neytendum til tjóns. Í fréttatilkynningu frá Símanum kemur fram að fyrirtækið lúti ströngu eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar og að tilgangur fyrirtækisins hafi ávallt verið að mæta samkeppni á eðlilegan hátt. „Síminn telur að í þessu máli hafi Samkeppniseftirlitið ekki virt þá frumskyldu sína að vernda samkeppnina heldur sé verið að fordæma eðlilega háttsemi á samkeppnismarkaði til að vernda tiltekna keppinauta félagsins. Slík framganga er til þess fallin að skaða samkeppni og vera neytendum til tjóns þegar til lengri tíma er litið," segir í tilkynningunni. Hægt er að lesa fréttatilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan:Síminn áfrýjar og telur aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins vera neytendum til tjóns Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem honum var birt var í dag, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Málið varðar verðlagningu Símans á farsímamarkaði. Af þessu tilefni vill Síminn taka fram eftirfarandi: 1. Verðákvarðanir og verðstefna Símans lúta ströngu eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar og tilgangur Símans er ávallt að mæta samkeppni á eðlilegan hátt. 2. Í rökum Samkeppniseftirlits er á því byggt að sökum stærðar kerfis Símans sé algengara að viðskiptavinir annarra símafyrirtækja hringi í kerfi Símans en öfugt og að það veiti Símanum forskot í samkeppni. Þetta er einfaldlega rangt. Ný fyrirtæki á markaði njóta svokallaðs jákvæðs mismunar og hefur Síminn því greitt meira til þeirra vegna millikerfasímtala en þau til Símans. Nam mismunurinn yfir hið ætlaða brotatímabil 2,4 milljörðum króna Símanum í óhag. 3. Síminn telur að í þessu máli hafi Samkeppniseftirlitið ekki virt þá frumskyldu sína að vernda samkeppnina heldur sé verið að fordæma eðlilega háttsemi á samkeppnismarkaði til að vernda tiltekna keppinauta félagsins. Slík framganga er til þess fallin að skaða samkeppni og vera neytendum til tjóns þegar til lengri tíma er litið. 4. Síminn telur sig hafa góðan málstað að verja og byggir afstöðu sína meðal annars á áliti virts ráðgjafarfyrirtækis, Copenhagen Economics, varðandi álitaefnin sem hér er um rætt. Copenhagen Economics hefur víðtæka þekkingu á sviði samkeppnisréttar, einkum er varðar fjarskiptamarkaði. Hefur fyrirtækið m.a. unnið fyrir framkvæmdastjórn ESB og ýmsar fjarskiptaeftirlitsstofnanir, þ.m.t. póst- og fjarskiptastofnun Noregs. 5. Meginniðurstaða álitsgerðar Copenhagen Economics er sú að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins samræmist hvorki aðferðafræði evrópskra eftirlitsstofnana né ríkjandi sjónarmiðum í evrópskum samkeppnisrétti og hagfræðileg rökum. Þá gangi mat Samkeppniseftirlitsins ekki upp sé litið til þróunar á íslenskum farsímamarkaði síðastliðin áratug.
Tengdar fréttir 440 milljóna sekt lögð á Símann Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 390 milljóna króna sekt á Símann, en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppinauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. 3. apríl 2012 15:50 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
440 milljóna sekt lögð á Símann Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 390 milljóna króna sekt á Símann, en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppinauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. 3. apríl 2012 15:50