Innlent

Spurt um málfrelsi kennara

katrín jakobsdóttir
katrín jakobsdóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hvort setja ætti málfrelsi kennara skorður. Tilefni væri til að staldra við þegar grunnskólakennarar töluðu með þeim hætti að gæti verið særandi fyrir nemendur.

Ráðherra sagði ekki endilega rétt að leysa svona mál innan lagaramma, en vísaði í siðareglur fagfélaga kennara. Þeim bæri að sýna öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ frá því í gær kom fram að Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, væri í tímabundnu leyfi vegna ummæla sinna um samkynhneigða.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×