Innlent

Katrín mætti með tvíburana á fund Barnaheilla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín flutti erindi á fundinum, en Bjarni og tvíburarnir fylgdust með.
Katrín flutti erindi á fundinum, en Bjarni og tvíburarnir fylgdust með.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Bjarni Bjarnason eiginmaður hennar mættu með tvíburana sína á fund Barnaheilla - Save the Children þegar skýrsla samtakanna um stöðu mæðra í heiminum 2012 var kynnt í morgun. Katrín er sem kunnugt er í barneignaleyfi. Hún varð önnur ráðherra til þess að eignast barn, en nafna hennar Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ól barn í júní í fyrra. Samkvæmt skýrslu barnaheilla er best að vera móðir á Norðurlöndunum. Norskar mæður hafa það best, en íslenskar mæður eru í öðru sæti.

Tvíburarnir verða í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali í kvöld, sagði Katrín þegar fréttamaður náði af henni tali á fundinum. Í viðtali við fréttamann hældi hún mæðraeftirliti og þeim aðbúnaði sem ófrískar konur búa við á Íslandi.

Í meðfylgjandi myndaalbúmum getur þú séð myndir sem Valgarður Gíslason og Sigurjón Ólason myndatökumenn hjá 365 miðlum tóku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×