Innlent

Vélin lent heilu og höldnu

Mynd frá útsendingu RÚV.
Mynd frá útsendingu RÚV.
Flugvél Icelandair sem sveimað hefur yfir hafinu vestan megin við landið er lent heilu og höldnu. Ekki var að sjá að hjólið hefði torveldað lendinguna, en það vantar eitt dekk á eitt af fjórum hjólastellum vélarinnar.

191 farþegi er um borð vélarinnar og svo áhöfn vélarinnar. Hún hefur verið að hringsóla fyrir utan Reykjanesið síðustu tvær klukkustundir til þess að brenna eldsneyti.

Farþegar eru enn um borð í vélinni, en þeir fara væntanlega frá borði innan skamms og verður þeim ekið með rútu í flugstöðina.

Samhæfingarmiðstöð almannavarna hefur verið í viðbragðsstöðu í kvöld vegna vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×