Innlent

Búið að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn náð saman um að bæjarfulltrúi Framsóknar, Helgi S. Haraldsson, gangi til liðs við hreinan meirihluta sjálfstæðismanna.

Hreini meirihlutinn var í uppnámi eftir að einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Elfa Dögg Þórðardóttir, fór gegn samherjum sínum í deilumáli en félagar hennar lýsti því yfir í kjölfarið að hún nyti ekki trausts lengur.

Þreifingar hafa svo átt sér stað í vikunni en formlegar viðræður Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna hófust í gær.

Gert er ráð fyrir að þetta samstarf verði kynnt og samþykkt á fundi Sjálfstæðismanna í Árborg síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×