Undir meira álagi og ósáttari við laun 27. apríl 2012 07:30 Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira