Innlent

Geir mætir í Sprengisand á sunnudaginn

Geir H Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem á dögunum var sakfelldur í Landsdómi af einum ákærulið en sýknaður í hinum, mætir í Sprengisand Sigurjóns M Egilssonar verðlaunablaðamanns á sunnudaginn klukkan 10 á Bylgjunni. Þeir ræða um Landsdóm, dóminn, ákærurnar, dómstóla og stjórnmál, áhrif Landsdómsins á samskipti milli stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna.

„Sigurjón M Egilsson spyr og hann vill fá svör," segir í tilkynningu frá Bylgjunni. „Sprengisandur á Bylgjunni hefur margsannað sig sem frábær umræðuþáttur um þjóðmál og hefur verið í loftinu sleitulaust frá því í ágúst 2008."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×