Innlent

Ögmundur ætlar ekki að biðjast afsökunar

Mynd/Arnþór
Ögmundur Jónasson segist í góðri trú hafa ráðið karl í embætti sýslumanns á Húsavík þó niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sé að hann hafi brotið jafnréttislög. Þrátt fyrir harða gagnrýni sér Ögmundur ekki ástæðu til að biðjast afsökunar.

Ögmundur var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi hér á Bylgjunni í morgun, þar sem þeir ræddu mál málanna í dag, brot Ögmundar á jafnréttislögum. Gagnrýni hefur verið hörð og úr ýmsum áttum. Formaður VG í Reykjavík telur hann eiga að íhuga afsögn og stjórn UVG segir málið ömurlegt og að Ögmundur eigi að biðjast afsökunar.

„Ég er einfaldlega að segja. Þó þetta er skýr niðurstaða, og það er niðurstaða, þá er ég að segja mér til málsbóta; málið er ekki eins klippt og skorið eins og það er í umræðunni. En þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar kærumála og það er endapunktur innan stjórnskipunar. Það er fræðilegur möguleiki að vísa því til dómstóla," segir hann.



Hægt er að hlusta á viðtalið við Ögmund hér fyrir neðan.

Fyrri hluti

Seinni hluti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×