Stjórnarskráin stöðvar eftirlitsstofnanir 4. maí 2012 09:00 Eftirlit með evrópskum fjármálamörkuðum hefur verið stóraukið eftir fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir Evrópu á síðustu árum. Samevrópskar eftirlitsstofnanir fara þó illa saman við íslensku stjórnarskrána. Nordicphotos/AFP Íslandi ber vegna aðildar að EES að innleiða reglugerðir um nýjar evrópskar stofnanir með miklar heimildir tengdar fjármálamörkuðum. Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti telja að með því myndu stjórnvöld brjóta stjórnarskrá. Íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að festa í lög reglugerðir frá Evrópusambandinu (ESB) um nýjar stofnanir sem eiga að vakta fjármálakerfi Evrópuríkja þar sem reglur um þær standast ekki íslensku stjórnarskrána. Þetta er mat tveggja sérfræðinga í stjórnskipunarrétti sem unnið hafa álitsgerð fyrir íslensk stjórnvöld. Þrjár nýjar stofnanir ESB og eitt ráð tóku til starfa 1. janúar 2011. Þeim er ætlað að verja stöðugleika fjármálakerfisins og eru viðbrögð sambandsins við fjármálakreppunni sem leikið hefur Evrópu illa á síðustu árum. Íslandi ber, sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að festa reglur um nýju stofnanirnar í íslensk lög. Nýju stofnanirnar eru valdamiklar og hafa meðal annars heimildir til að svipta banka starfsleyfi, sekta fjármálastofnanir og bregðast við með ýmsum öðrum hætti komi til neyðarástands. Lögfræðiprófessorarnir Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson, sem bæði eru sérfræðingar í stjórnskipunarrétti, voru fengnir til að meta hvort aðild Íslands að þessum nýju stofnunum stangaðist á við íslensku stjórnarskrána. Í álitsgerð sem þau skiluðu forsætisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í lok apríl kemur fram að ekki sé hægt að taka upp reglugerðirnar óbreyttar. Með því að lögfesta reglugerðirnar hér á landi myndi Ísland framselja ríkisvald til yfirþjóðlegra eftirlitsstofnana. Engar heimildir eru til slíks í stjórnarskránni, samkvæmt álitsgerð Bjargar og Stefáns. Þau segja mikilvægt að huga að breytingum á stjórnarskrá til að löggjafinn geti starfað innan laga í alþjóðlegu samstarfi. Þarf að breyta stjórnarskránniNýju eftirlitsstofnanirnar hafa heimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart Fjármálaeftirlitinu og eftir atvikum Seðlabankanum. Þær hafa líka heimildir til að taka bindandi ákvarðanir sem geta haft íþyngjandi réttaráhrif á íslensk fjármálafyrirtæki. Í þessu felst yfirþjóðlegt vald umfram það sem talist getur heimilt samkvæmt stjórnarskrá. Engin ákvæði eru í íslensku stjórnarskránni um framsal á ríkisvaldi til yfirþjóðlegra stofnana. Slík ákvæði eru í stjórnarskrám annarra Norðurlanda, sem og flestra annarra Evrópuríkja. Með innleiðingu reglugerða um nýju eftirlitsstofnanirnar yrði „stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdavalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. greinar stjórnarskrárinnar,“ segir í álitsgerðinni. Ísland hefur tvo kosti í stöðunni, að breyta stjórnarskránni eða sætta sig við að á endanum verði EES-samningurinn óvirkur, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir augljóst að stefna eigi að fyrri kostinum. Össur segist ánægður með nýju evrópsku eftirlitsstofnanirnar og segir að hann hefði gjarnan viljað að stofnanirnar hefðu orðið til fyrr. „Það er vel hugsanlegt að þá hefði bankahrunið orðið öðruvísi og að Icesave hefði aldrei komið upp. Eitt af því sem þessar nýju reglur segja er meðal annars að ef ágreiningur kemur upp á milli fjármálaeftirlita í mismunandi löndum þá sker samevrópsk eftirlitsstofnun úr. Það hefði munað um það árið 2008.“ Álitamál hafa komið upp frá því EES-samningurinn var samþykktur hér á landi árið 1992 í tengslum við nýjar reglur sem Ísland hefur tekið upp. Í öllum tilvikum hefur niðurstaðan verið sú að þær einstöku breytingar sem þar hafi verið fjallað um brytu ekki í bága við stjórnarskrá. Björg og Stefán benda á að þó að hver og ein þessara breytinga standist skoðun kunni að vera að mun meira vald hafi þegar verið framselt til erlendra stofnana en heimilt hefði verið ef allar breytingarnar hefðu verið gerðar í einu. „Því er mikilvægt að huga að nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum til þess að tryggja að löggjafinn starfi innan þeirra marka sem leidd verða af stjórnarskránni um alþjóðlegt samstarf,“ segir í álitsgerðinni. Óheillaspor að fórna EESÖssur segir að þær breytingar sem gerðar hafi verið á EES-samningnum frá því hann var samþykktur hér á landi árið 1992 geti þegar hafa leitt til þess að samningurinn eins og hann er framkvæmdur sé ekki í samræmi við stjórnarskrána. Hann segir að ítrekað hafi verið bent á að vafi væri á að mál, sem verið væri að taka inn í íslensk lög, stæðust stjórnarskrá. „Ég er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé kominn út fyrir það sem stjórnarskráin heimilar,“ segir Össur. Ekki sé lengur heimilt að innleiða reglur sem beri að gera án þess að brjóta stjórnarskrána, og því þurfi að breyta henni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Íslandi ber vegna aðildar að EES að innleiða reglugerðir um nýjar evrópskar stofnanir með miklar heimildir tengdar fjármálamörkuðum. Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti telja að með því myndu stjórnvöld brjóta stjórnarskrá. Íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að festa í lög reglugerðir frá Evrópusambandinu (ESB) um nýjar stofnanir sem eiga að vakta fjármálakerfi Evrópuríkja þar sem reglur um þær standast ekki íslensku stjórnarskrána. Þetta er mat tveggja sérfræðinga í stjórnskipunarrétti sem unnið hafa álitsgerð fyrir íslensk stjórnvöld. Þrjár nýjar stofnanir ESB og eitt ráð tóku til starfa 1. janúar 2011. Þeim er ætlað að verja stöðugleika fjármálakerfisins og eru viðbrögð sambandsins við fjármálakreppunni sem leikið hefur Evrópu illa á síðustu árum. Íslandi ber, sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að festa reglur um nýju stofnanirnar í íslensk lög. Nýju stofnanirnar eru valdamiklar og hafa meðal annars heimildir til að svipta banka starfsleyfi, sekta fjármálastofnanir og bregðast við með ýmsum öðrum hætti komi til neyðarástands. Lögfræðiprófessorarnir Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson, sem bæði eru sérfræðingar í stjórnskipunarrétti, voru fengnir til að meta hvort aðild Íslands að þessum nýju stofnunum stangaðist á við íslensku stjórnarskrána. Í álitsgerð sem þau skiluðu forsætisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í lok apríl kemur fram að ekki sé hægt að taka upp reglugerðirnar óbreyttar. Með því að lögfesta reglugerðirnar hér á landi myndi Ísland framselja ríkisvald til yfirþjóðlegra eftirlitsstofnana. Engar heimildir eru til slíks í stjórnarskránni, samkvæmt álitsgerð Bjargar og Stefáns. Þau segja mikilvægt að huga að breytingum á stjórnarskrá til að löggjafinn geti starfað innan laga í alþjóðlegu samstarfi. Þarf að breyta stjórnarskránniNýju eftirlitsstofnanirnar hafa heimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart Fjármálaeftirlitinu og eftir atvikum Seðlabankanum. Þær hafa líka heimildir til að taka bindandi ákvarðanir sem geta haft íþyngjandi réttaráhrif á íslensk fjármálafyrirtæki. Í þessu felst yfirþjóðlegt vald umfram það sem talist getur heimilt samkvæmt stjórnarskrá. Engin ákvæði eru í íslensku stjórnarskránni um framsal á ríkisvaldi til yfirþjóðlegra stofnana. Slík ákvæði eru í stjórnarskrám annarra Norðurlanda, sem og flestra annarra Evrópuríkja. Með innleiðingu reglugerða um nýju eftirlitsstofnanirnar yrði „stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdavalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. greinar stjórnarskrárinnar,“ segir í álitsgerðinni. Ísland hefur tvo kosti í stöðunni, að breyta stjórnarskránni eða sætta sig við að á endanum verði EES-samningurinn óvirkur, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir augljóst að stefna eigi að fyrri kostinum. Össur segist ánægður með nýju evrópsku eftirlitsstofnanirnar og segir að hann hefði gjarnan viljað að stofnanirnar hefðu orðið til fyrr. „Það er vel hugsanlegt að þá hefði bankahrunið orðið öðruvísi og að Icesave hefði aldrei komið upp. Eitt af því sem þessar nýju reglur segja er meðal annars að ef ágreiningur kemur upp á milli fjármálaeftirlita í mismunandi löndum þá sker samevrópsk eftirlitsstofnun úr. Það hefði munað um það árið 2008.“ Álitamál hafa komið upp frá því EES-samningurinn var samþykktur hér á landi árið 1992 í tengslum við nýjar reglur sem Ísland hefur tekið upp. Í öllum tilvikum hefur niðurstaðan verið sú að þær einstöku breytingar sem þar hafi verið fjallað um brytu ekki í bága við stjórnarskrá. Björg og Stefán benda á að þó að hver og ein þessara breytinga standist skoðun kunni að vera að mun meira vald hafi þegar verið framselt til erlendra stofnana en heimilt hefði verið ef allar breytingarnar hefðu verið gerðar í einu. „Því er mikilvægt að huga að nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum til þess að tryggja að löggjafinn starfi innan þeirra marka sem leidd verða af stjórnarskránni um alþjóðlegt samstarf,“ segir í álitsgerðinni. Óheillaspor að fórna EESÖssur segir að þær breytingar sem gerðar hafi verið á EES-samningnum frá því hann var samþykktur hér á landi árið 1992 geti þegar hafa leitt til þess að samningurinn eins og hann er framkvæmdur sé ekki í samræmi við stjórnarskrána. Hann segir að ítrekað hafi verið bent á að vafi væri á að mál, sem verið væri að taka inn í íslensk lög, stæðust stjórnarskrá. „Ég er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé kominn út fyrir það sem stjórnarskráin heimilar,“ segir Össur. Ekki sé lengur heimilt að innleiða reglur sem beri að gera án þess að brjóta stjórnarskrána, og því þurfi að breyta henni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira