Innlent

Ofbeldi gagnvart starfsfólki algengt

Um helmingur starfsmanna geðsviðs LSH segist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi í vinnunni síðasta hálfa árið.
Um helmingur starfsmanna geðsviðs LSH segist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi í vinnunni síðasta hálfa árið. Fréttablaðið/ValLI
Tæpur þriðjungur starfsfólks geðsviðs Landspítalans hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi síðasta hálfa árið. Um helmingur hefur orðið fyrir andlegu ofbeldi og tæplega fjórtán prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi. Gerendur eru í langflestum tilvikum sjúklingar.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Dr. Jón Friðrik Sigurðsson, hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítalans, og Hjalti Einarsson gerðu í apríl síðastliðnum.

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni ofbeldis gagnvart starfsfólki sviðsins. Þar kom meðal annars fram að þó nokkrir starfsmenn sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi oftar en einu sinni á tímabilinu.

„Af þessu má draga þá ályktun að starfsfólk geðdeilda sé í hópi þeirra starfsstétta sem eru líklegastar til að verða fyrir ofbeldi í starfi, sérstaklega starfsfólk sem vinnur hjúkrunarstörf,“ segir Jón Friðrik. „Næstum allir sem svöruðu könnuninni töldu einhverjar líkur á að verða fyrir ofbeldi í starfi sínu og höfðu áhyggjur af því.“

Jón Friðrik segir niðurstöðurnar ríma við sambærilegar kannanir erlendis. Alþjóðlegt málþing um ofbeldi á geðdeildum verður haldið í Háskóla Íslands í dag þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar frekar. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×