Innlent

Íbúar í Mosfellsbæ vilja ekki Sorpu áfram

Íbúafundur sem haldinn var í Mosfellsbæ í gærkvöldi um starfssemi Sorpu í Álfsnesi, skorar á stjórn Sorpu og aðildarsveitarfélög að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir starfssemi Sorpu, en sorphaugar eru í Álfsnesi.

Nú er að koma að því að endurnýja þurfi starfsleyfið. Íbúafundurinn telur starfssemina ekki eiga heima nálægt byggð, meðal annars vegna lyktarmengunar, enda hafi aðgerðir til að bregðast við henni ekki borið tilætlaðan árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×