Innlent

Tófú með chili innkallað vegna örverumengunar

Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík hefur innkallað Six fortune tófú með chili af markaði vegna örverumengunar.

Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa borist upplýsingar frá Matvælastofnun um innköllun af markaði á Six fortune tófú með chili vegna örverumengunar af völdum Bacillus cereus.

Lýsing vörunnar er eftirfarandi:

Vörumerki: Six fortune.

Vöruheiti: Tofu met chili ingelegt.

Nettóþyngd: 370 g.

Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar.

Umbúðir: Glerkrukkur.

Dreifing: Verslun heildverslunarinnar Eir, Bíldshöfða 16, Mai Thai, Laugavegi 116 og Oriental Super Market, Faxafeni 14.

Upprunaland: Tævan.

Innflutt til Evrópu af: Heuschen & Schrouff Oriental Foods Trading B.V., Hollandi.

Varan er ekki lengur í dreifingu. Viðskiptavinir, sem keypt hafa vöruna, eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×