Lífið

Manuela ánægð í Hússtjórnarskólanum

Myndir/Instagram einkasafn Manuelu Ósk
Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir stundar nám við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur sem áður kallaðist Húsmæðraskólinn. Hún leyfði Lífinu að birta skemmtilegar Instagram-myndir sem hún tók í skólanum á dögunum þegar nemendur buðu fjölskylumeðlimum að kynnast því sem þeir hafa lært.

"Við lærum ræstingu, matreiðslu, saum, prjón, hekl, vefnað, að þæfa ull, vöru-og næringarfræði - og margt fleira," svarar Manuela spurð út í námið sem er ein önn.

"Laugardaginn 8. desember frá 13.30 - 17:00 verðum við með opið hús fyrir alla sem vilja kynnast skólanum. Þá bökum við, sýnum handavinnu og kynnum skólann," segir Manuela.

Hússtjórnarskólinn - skoða hér.

Manuela bauð ömmu sinni í skólann en þennan dag fengu nemendur að bjóða fjölskyldumeðlimum.
Girnilegt vægast sagt.
Laufabrauðsgerð og góður félagsskapur.
Stoltur hópurinn sem er á fyrstu önn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×