Hlustar á Erp og les Hugleik - grunar engan um Hringbrautargjörning 30. nóvember 2012 13:30 Stafirnir eins og þeir birtust borgarbúum í morgun "Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni. Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
"Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni.
Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23