Hlustar á Erp og les Hugleik - grunar engan um Hringbrautargjörning 30. nóvember 2012 13:30 Stafirnir eins og þeir birtust borgarbúum í morgun "Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni. Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
"Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni.
Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23