Kvikmyndahátíðin Riff ferðast til Rómar 28. nóvember 2012 12:13 Hrönn Marinósdóttir hlakkar mikið til að fara til Rómar með sextán myndir í farteskinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com. Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com.
Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning