Lífið

Vel heppnað konukvöld Krabbameinsfélagsins

Myndir/Jorri og Lífið
"Látum gleðina taka völd og skemmtum okkur saman eina kvöldstund," var yfirskrift konukvöldsins sem Krabbameinsfélagið hélt í Háskólabíó í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið vægast sagt frábært.

Dagskráin hófst með fölbleikum fordrykk áður en konurnar nutu þess að horfa á skemmtiatriðin sem voru ekki af verri endanum. Biggi Hilmars og hljómsveit, Védís Hervör, Margrét Eir, Sigga Beinteins, Diddú, Ari Eldjárn og Pörupiltarnir gerðu góða hluti. Þá var tískusýning íslenskra hönnuða frá Fatahönnunarfélagi Íslands og fleira skemmtilegt á boðstólnum og að ekki sé minnst á veglegar veitingarnar.

Kynntu þér heilsuboðorðin á Krabb.is.

Ísland í dag var á staðnum. Sjáðu konukvöld Krabbameinsfélagsins í Háskólabíó á Stöð 2 næsta mánudag (29.10.) - strax að loknum kvöldfréttum.

Myndir/Jorri og Lífið
Svo var tískusýning íslenskra hönnuða frá fatahönnunarfélagi Íslands.
Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars og hljómsveit fluttu nokkur lög.
Bleikur litur var áberandi.
Andrúmsloftið var frábært á konukvöldinu í gær.
Þessar stúlkur ljómuðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×