Lífið

Vigdís gaf aðdáendum Gaga góðan tíma

Það kom skemmtilega á óvart hvað Vigdís var vinaleg við stúlkurnar.
Það kom skemmtilega á óvart hvað Vigdís var vinaleg við stúlkurnar. Myndir/Lifið
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í gær þegar Yoko Ono afhenti fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum. Fyrir utan Norðurljósarsalinn þar sem verðlaunin voru afhent beið hópur stúlkna í von um að fá að sjá Lady Gaga.

Það vakti athygli að fjöldi íslenskra stúlkna beið eftir að fá eiginhandaráritanir hjá söngkonunni en það sem var áhugavert var að Vigdís Finnbogadóttir gaf sér góðan tíma til að spjalla við stúlkurnar á meðan þær biðu eftir goðinu sínu sem þær reyndar hittu aldrei því hún fór inn í Hörpu ásamt fylgdarliði bakdyramegin.

HÉR (linkur á myndasafn) má sjá fólkið sem Yoko Ono bauð á athöfnina í Hörpu í gær.

Vígdís gaf sér góðan tíma með stúlkunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×