Enski boltinn

Sunderland réð ekki við aukaspyrnur Man. City

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Man. City komst í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann öruggan heimasigur, 3-0, á Sunderland.

Aleksandar Kolarov kom City yfir með marki snemma leiks. Það var af dýrari gerðinni enda beint úr aukaspyrnu.

Sergio Aguero afgreiddi svo leikinn í síðari hálfleik. Undir lokin skoraði James Milner svo annað mark City beint úr aukaspyrnu áhorfendum til mikillar gleði.

City er komið með 15 stig eða einu færra en Chelsea. City er þó búið að leika einum leik meira.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×