Hvetur fólk til að mótmæla breytingum á Hjartagarðinum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2012 20:24 Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu. Tanja Pollock, tónlistarkona, fékk ásamt nokkrum félögum styrk frá borginni í vor til að gera garðinn upp. Hún segir hann hafa verið í algerri niðurníðslu. „Þetta hefur bara komið fólkinu saman. Ekki bara sem borgarbúar og almenningur heldur sem samfélag. Af öllum stéttum, 10 ára krakkar upp í nírætt fólk. Fólk með bindi og fólk sem er bara úti á götu. Þetta var alveg laust við alla fordóma. Við áttum það bara sameiginlegt að njóta þess að vera á fallegum stað í fallegu skjóli í þessu umhverfi," segir Tanja. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt í vikunni en samkvæmt því mun Hjartagarðurinn breytast. Útisvæði minnkar til að mynda og á svæðinu rísa verslanir, íbúðir og jafnvel hótel. „Við vissum að það myndi eitthvað vera gert. Húsin eru ónýt sem liggja hérna við Hverfisgötu. En okkur var sagt að þetta yrði gert í samráði við borgarbúa og við okkur," segir Tanja en það hafi ekki verið gert. Hún telur að menningunni sé misþyrmt með breytingunum. „Það er fólkið sem skapar menningu, ekki byggingar," segir Tanja. Enn er hægt að skila inn athugasemdum til skipulagsráðs borgarinnar. Tanja og félagar áætla að skila inn tillögu að breytingum og hvetur hún almenning til að gera slíkt hið sama. „Ég vil bara fá sem flesta sem þykir vænt um garðinn til að tjá sig. Segja hvernig þeim líður með þetta. Við getum gert þetta. Við höfum lagt mikinn tíma, orku, vinnu og ást í þennan stað. Og það er leiðinlegt að sjá það bara hverfa," segir Tanja. Tengdar fréttir Hjartagarðurinn tekur breytingum Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. 19. september 2012 20:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu. Tanja Pollock, tónlistarkona, fékk ásamt nokkrum félögum styrk frá borginni í vor til að gera garðinn upp. Hún segir hann hafa verið í algerri niðurníðslu. „Þetta hefur bara komið fólkinu saman. Ekki bara sem borgarbúar og almenningur heldur sem samfélag. Af öllum stéttum, 10 ára krakkar upp í nírætt fólk. Fólk með bindi og fólk sem er bara úti á götu. Þetta var alveg laust við alla fordóma. Við áttum það bara sameiginlegt að njóta þess að vera á fallegum stað í fallegu skjóli í þessu umhverfi," segir Tanja. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt í vikunni en samkvæmt því mun Hjartagarðurinn breytast. Útisvæði minnkar til að mynda og á svæðinu rísa verslanir, íbúðir og jafnvel hótel. „Við vissum að það myndi eitthvað vera gert. Húsin eru ónýt sem liggja hérna við Hverfisgötu. En okkur var sagt að þetta yrði gert í samráði við borgarbúa og við okkur," segir Tanja en það hafi ekki verið gert. Hún telur að menningunni sé misþyrmt með breytingunum. „Það er fólkið sem skapar menningu, ekki byggingar," segir Tanja. Enn er hægt að skila inn athugasemdum til skipulagsráðs borgarinnar. Tanja og félagar áætla að skila inn tillögu að breytingum og hvetur hún almenning til að gera slíkt hið sama. „Ég vil bara fá sem flesta sem þykir vænt um garðinn til að tjá sig. Segja hvernig þeim líður með þetta. Við getum gert þetta. Við höfum lagt mikinn tíma, orku, vinnu og ást í þennan stað. Og það er leiðinlegt að sjá það bara hverfa," segir Tanja.
Tengdar fréttir Hjartagarðurinn tekur breytingum Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. 19. september 2012 20:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hjartagarðurinn tekur breytingum Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. 19. september 2012 20:15