Hvetur fólk til að mótmæla breytingum á Hjartagarðinum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2012 20:24 Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu. Tanja Pollock, tónlistarkona, fékk ásamt nokkrum félögum styrk frá borginni í vor til að gera garðinn upp. Hún segir hann hafa verið í algerri niðurníðslu. „Þetta hefur bara komið fólkinu saman. Ekki bara sem borgarbúar og almenningur heldur sem samfélag. Af öllum stéttum, 10 ára krakkar upp í nírætt fólk. Fólk með bindi og fólk sem er bara úti á götu. Þetta var alveg laust við alla fordóma. Við áttum það bara sameiginlegt að njóta þess að vera á fallegum stað í fallegu skjóli í þessu umhverfi," segir Tanja. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt í vikunni en samkvæmt því mun Hjartagarðurinn breytast. Útisvæði minnkar til að mynda og á svæðinu rísa verslanir, íbúðir og jafnvel hótel. „Við vissum að það myndi eitthvað vera gert. Húsin eru ónýt sem liggja hérna við Hverfisgötu. En okkur var sagt að þetta yrði gert í samráði við borgarbúa og við okkur," segir Tanja en það hafi ekki verið gert. Hún telur að menningunni sé misþyrmt með breytingunum. „Það er fólkið sem skapar menningu, ekki byggingar," segir Tanja. Enn er hægt að skila inn athugasemdum til skipulagsráðs borgarinnar. Tanja og félagar áætla að skila inn tillögu að breytingum og hvetur hún almenning til að gera slíkt hið sama. „Ég vil bara fá sem flesta sem þykir vænt um garðinn til að tjá sig. Segja hvernig þeim líður með þetta. Við getum gert þetta. Við höfum lagt mikinn tíma, orku, vinnu og ást í þennan stað. Og það er leiðinlegt að sjá það bara hverfa," segir Tanja. Tengdar fréttir Hjartagarðurinn tekur breytingum Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. 19. september 2012 20:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu. Tanja Pollock, tónlistarkona, fékk ásamt nokkrum félögum styrk frá borginni í vor til að gera garðinn upp. Hún segir hann hafa verið í algerri niðurníðslu. „Þetta hefur bara komið fólkinu saman. Ekki bara sem borgarbúar og almenningur heldur sem samfélag. Af öllum stéttum, 10 ára krakkar upp í nírætt fólk. Fólk með bindi og fólk sem er bara úti á götu. Þetta var alveg laust við alla fordóma. Við áttum það bara sameiginlegt að njóta þess að vera á fallegum stað í fallegu skjóli í þessu umhverfi," segir Tanja. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt í vikunni en samkvæmt því mun Hjartagarðurinn breytast. Útisvæði minnkar til að mynda og á svæðinu rísa verslanir, íbúðir og jafnvel hótel. „Við vissum að það myndi eitthvað vera gert. Húsin eru ónýt sem liggja hérna við Hverfisgötu. En okkur var sagt að þetta yrði gert í samráði við borgarbúa og við okkur," segir Tanja en það hafi ekki verið gert. Hún telur að menningunni sé misþyrmt með breytingunum. „Það er fólkið sem skapar menningu, ekki byggingar," segir Tanja. Enn er hægt að skila inn athugasemdum til skipulagsráðs borgarinnar. Tanja og félagar áætla að skila inn tillögu að breytingum og hvetur hún almenning til að gera slíkt hið sama. „Ég vil bara fá sem flesta sem þykir vænt um garðinn til að tjá sig. Segja hvernig þeim líður með þetta. Við getum gert þetta. Við höfum lagt mikinn tíma, orku, vinnu og ást í þennan stað. Og það er leiðinlegt að sjá það bara hverfa," segir Tanja.
Tengdar fréttir Hjartagarðurinn tekur breytingum Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. 19. september 2012 20:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Hjartagarðurinn tekur breytingum Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. 19. september 2012 20:15